Fjölskylda
Foreldrar Ólafar. Hildur Stefánsdóttir frá Auðkúlu við Svínavatn og Páll Ólafur Ólafsson frá Hjarðarholti í Dölum.
Amma Ólafar, Þorbjörg Halldórsdóttir, með Hildi í fanginu. F.v. Hilmar og Lárus. Þorbjörg lést skömmu eftir að myndin var tekin. Rokkur Þorbjargar er ein mesta prýði Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi.
Þorbjörg Halldórsdóttir.
Hildur Eiríksdóttir, móðir Þorbjargar Halldórsdóttur og langamma Ólafar.
Móðurafi Ólafar, Stefán M. Jónsson, prestur á Auðkúlu, Húnavatnssýslu. Stefán þótti hafa söngrödd góða og lék á fiðlu.
Sitjandi f.h. Hildur, Stefán M. Jónsson, Hilmar. Standandi f.h. Lárus, Eiríkur, Björn. Þau börn Þorbjargar og Stefáns sem lifðu.
Aftari röð f.v. Hilmar, Björn, Eiríkur.
Hildur Stefánsdóttir.
Hildur Stefánsdóttir (1893-1970)
Hildur Stefánsdóttir var listfengur vefari m.ö. og lék á orgel af mikilli tilfinningu. Hluti hannyrða hennar er varðveittur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Eitt skipti er Hildur og Kjarval hittust á förnum vegi í Reykjavík og Hildur ætlaði að taka af sér hanska til þess að taka í hönd Kjarvals klæddi hann hönd hennar aftur í hanskann og sagði „Ég er ekki þess verðugur að taka í þessa hönd.“
Hildur á Blönduósi með Hildarbleik sínum.
Hildur Stefánsdóttir.
Páll Ólafsson (1887-1971)
Páll Ólafsson var organisti, tónskáld, ljóðskáld og kennari, auk þess sem hann var ræðismaður, framkvæmdastjóri og útgerðarmaður. Eftir hann liggja Tíu sönglög , undirbúin til prentunar af Carli Billich, 1970.
Föðuramma og afi Ólafar. Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesen og Ólafur Ólafsson.
Ingibjörg Pálsdóttir Mathiesen.
Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti.
Ólafur Ólafsson rak skóla í Hjarðarholti í Dölum. Hann var afkastamikill naiviskur listmálari og eftir hann liggja í handriti minningabækur og sægur af frumsömdum ævintýrum í anda H.C. Andersen. Á efri árum, eftir að Ólafur var fluttur suður, kenndi hann Ólöfu sonardóttur sinni að lesa og skrifa.
Ingibjörg og Ólafur með sonum sínum f.v. Páli Ólafi og Jóni Foss.
Í miðju er langamma Ólafar, Metta Kristín Ólafsdóttir. Á hnéi hennar situr Ólafur Björnsson. Standandi eru Ólafur og dóttir hans Guðrún.
Bræðurnir Páll Ólafur og Jón Foss. Myndin er tekin 1911.
Páll með vindil í góðra vina hópi.
Páll Ólafur Ólafsson.
Barnæska
Ólöf fæddist að Hólavöllum 14. apríl 1920 og ólst þar upp fyrstu árin.
Útsýnið frá Hólavöllum yfir Suðurgötu og Tjörnina á þeim tíma sem Ólöf ólst þar upp.
1922
Ólöf (Lóla) tveggja ára.
Hildur Stefánsdóttir ásamt tveimur dætra sinna. Ólöfu, með körfu, og Þorbjörgu.
Hildur, Ólöf, Ingibjörg, Stefán, Þorbjörg og Páll. Jens er ekki enn fæddur.
Lóla fóðrar hanann á Torfastöðum í Biskupstungum hjá móðurbóður sínum séra Eiríki.
Systurnar á tröppunum á Hólavöllum. F.v. Þorbjörg, Ólöf, Ingibjörg.
F.v. Ólöf, Þorbjörg systir hennar og náfrænkur þeirra Guðrún og Ólöf Vilmundardætur.
Ólöf í faðmi móður sinnar. Amma hennar Ingibjörg og afi hennar Ólafur eru þar fyrir ofan. Við hlið prófasts situr Þorbjörg, svo Ingibjörg og yst til vinstri er Inga …..dóttir?
Ingibjörg, Jens, Þorbjörg og Ólöf í kálgarðinum á Bessastöðum.
Helga Illugadóttir.
Helga mjólkar á Bessastöðum.
Hildur t.v. með íbyggnum vinkonum sínum. Í miðju er Sigríður Pétursdóttir.
Myndhöggvararnir. Þorbjörg og Ólöf t.h..
Unglingsár
Sólvallagötu 4.
Lóla með frænda sínum Jóni Ólafssyni frá Brautarholti.
Þorbjörg, Ingibjörg, Ólöf
Í garðinum að Sólvallagötu 4.
Kaupmannahöfn, 1936. Á leið í skrifstofuvinnu.
Lóla 17 ára.
Á Þingvöllum með vinkonu sinni Aðalheiði ……….?
Í heyskap, líklega á Torfastöðum.
Með Þorbjörgu og vinkonum.
Ólöf við upphaf síðari heimstyrjaldarinnar.
Úrklippur
Hvað varðar móðurætt Ólafar mætti benda á bráðskemmtilega frásögn í Heimur á við hálft kálfsskinn , í þriðja bindi Vér Íslands börn eftir Jón Helgason.