Um síðuna

Þessi vefur er helgaður minningu myndhöggvarans Ólafar Pálsdóttur og list hennar.

Hér munu helstu verk Ólafar verða kynnt og bakgrunnur hennar og lífsferill, ásamt sýnishornum úr arkífum hennar. Síðunni var hleypt af stokkunum 14. apríl 2020, en þá voru 100 ár liðin frá fæðingardegi Ólafar.

Vefsíðan er enn í vinnslu og á næstu mánuðum verður stöðugt bætt við efni á vefinn.

Eldri ljósmyndirnar eru flestar úr arkífum Ólafar. Í mörgum tilvikum er ekki vitað um höfunda myndanna. Ábendingar væru því vel þegnar. Ólöf tók sjálf nokkuð af ljósmyndunum. Aðrir þekktir ljósmyndarar eru: Gunnlöð Rúnarsdóttir, Ólafur K. Magnússon, Hrafnhildur I. Thoroddsen, Páll Ólafur Ólafsson og Ólafur Páll Sigurðsson.

Sérstakar þakkir: Lorenza Garcia, Guðný Þórarinsdóttir, Gunnlöð Rúnarsdóttir.

Vefhönnun: Hrafnhildur I. Thoroddsen

Vefstjórn: Ólafur Páll Sigurðsson.


Ólöf aðstoðar Stefán eldri bróður sinn.