Ólöf fylgdi föður sínum, Páli Ólafssyni, til Færeyja þar sem hann stundaði viðskipti og var síðar skipaður fyrsti ræðismaður Íslands í Færeyjum. Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út var ekki aftur snúið til Danmerkur, og ekki heldur til Íslands, nema með því að taka mikla áhættu. Feðginin sigldu þó tvívegis til Íslands á meðan á stríðinu stóð.
Á skotveiðum með Færeyingum.
Föst í stríði í blóma lífsins
…..? Ólöf, Axel Olsen, Patric Wouten.
Armas Manninin hét þessi munaðarlausi finnski stríðsflóttadrengur og skipbrotsmaður sem Páll og Ólöf skutu skjólshúsi yfir. Þau feðgin buðu Armasi að búa hjá sér til frambúðar, en Armas kaus að halda áfram í leit að ættingjum sínum. Skömmu eftir að Armas lét aftur úr höfn fréttist til Þórshafnar að skipið sem hann fór með hafi verið sökkt af Þjóðverjum og enginn hefði lifað það af.
Armas Manninin.
Hættufarir
Skipið sem Ólöf og Páll sigldu með til Íslands.
Eins og fyrr segir sigldu þau feðgin tvívegis fram og til baka til Íslands. Oft sást í sjónpípur þýskra kafbáta sem fylgdust náið með Íslandsförum. Líklega þótti nazistunum þessi skip ekki þess virði að spandera heilu tundurskeyti og kannski vildu þeir síður vekja of mikla athygli á sér fyrir eins lítilfjörleg skip. Eina vopnið sem Ólöf minntist að Færeyingarnir hefðu haft um borð var einskonar frethólkur sem skaut kartöflum.
Bíllinn í baksýn var í eigu Páls Ólafssonar og gegndi m.a. því hlutverki þegar land var tekið í Reykjavík að ferja feðginin og nokkra úr áhöfn skipsins á Þingvelli til þess að taka þátt í stofnun Lýðveldisins árið 1944.
Ólöf og karlinn.Pálarnir með pípur sínar.
Björg bak við björg
Það var þannig í Færeyjum í stríðinu að hvert sem fólk fór var talið ráðlegt að sigta ávallt út hvar næsta bjarg eða stóri steinn væri. Þjóðverjar höfðu þann sið að fljúga yfir Færeyjar til að losa sig við þær sprengjur og kúlur sem þeim hafði láðst að tæma yfir Bretland. Það var ósjaldan sem íbúar Þórshafnar, þ.m.t. Ólöf, áttu hinum fjölmörgu klettum og björgum í hlíðunum kringum Þórshöfn fjör sitt að launa.
Ólöf og pápi hennar skoða sprengjugíg eftir þýska flugvél.
Fangnir skrattakollar Görings.
Fjölskyldan sameinast á ný í stríðslok
Hildur, Páll, Jens og Ólöf í Þórshöfn í Færeyjum í stríðslok.
F.v. Stefán, eldri bróðir Ólafar, Ólöf, Jens.
Jens og Ólöf. Þórshöfn í baksýn.
Páll, Stefán og Hildur.
Páll, Hildur, Ólöf og Stefán.
Jens, Ólöf, Inga Hansen.
Hildur, Lóla og Stefán.
Mæðgurnar, Ólöf og Hildur.
Ólöf hóf nám í myndlist í Færeyjum í stríðinu. Hér er hún með portrett af bróðursyni sínum Páli Stefánssyni.