Eftir stríðið sameinaðist hluti fjölskyldu Ólafar um tíma í Kaupmannahöfn. En þegar Ólöf hóf námið í listaháskólanum (1949-1955) bjó hún ein.
Akademían
Skólaball
Heima
Egyptaland og Grikkland 1954
Ólöf nam í Egyptalandi á róstursömum tíma í sögu Egyptalands. Hinum spillta Farouk kóngi hafði verið steypt árið 1952 og Gamal Abdel Nasser hafði leitt þá byltingu. Árið sem Ólöf var í Egyptalandi var Nasser sýnt banatilræði af Bræðralagi Múslima en tilræðið treysti aðeins Nasser í valdastóli. Þá gekk Nasser milli bols og höfuðs á Bræðralaginu og steypti Mohamed Naguib úr forsetastóli. Með því hófst söguleg valdatíð Nassers.
Úrklippur úr dönskum og íslenskum blöðum og bókarkafli