Eftirstríðs- og akademíuár 1945-1955

Aftur til Danmerkur

Páll, Ólöf, Hildur, Guðný Níelsdóttir (Dúna), Stefán.

Eftir stríðið sameinaðist hluti fjölskyldu Ólafar um tíma í Kaupmannahöfn. En þegar Ólöf hóf námið í listaháskólanum (1949-1955) bjó hún ein.

Ólöf og Jens í Kaupmanahöfn.
Ólöf með fjöskylduvininum Stefáni Íslandi óperusöngvara.
Casanova Bar, Kaupmannahöfn ca. 1948. Frá h. Erling Emil Torkelsen (Torkel), myndhöggvari og húsgagnahönnuður og skólabróðir Ólafar í Konunglegu listakademíunni, Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, Sven Wilhelmsen, listmálari og arkitekt og skólabróðir Ólafar, Ásthildur Björnsdóttir, eiginkona Steins Steinars og náfrænka Ólafar, Steinn Steinarr ljóðskáld, óþekktur.

Akademían

Konunglega listaakademían í Kaupmannahöfn. Þar nam Ólöf höggmyndalist árin 1949-1955.
Forgarður listakademíunnar.
Ólöf ásamt nokkrum samnemendum sínum í forgarði akademíunnar í Kaupmannahöfn.
Ólöf í bakgarði akademíunnar.
Gifsafsteypa af Rögnu eftir Ólöfu Pálsdóttur flutt innan akademíunnar.
Erling Emil Torkelsen (Torkel) mótar styttu sína af Ólöfu í bakgarði akademíunnar.
Torkel og Svend Wiig Hansen, myndhöggvari og málari og góðvinur Ólafar.
Lóla, (Ólöf), eftir Erling Emil Torkelsen.
Ólöf hafði sérstakar mætur á málaranum Axel Jörgensen sem kennara.
Lóla eftir Honer, 1951.

Skólaball

Grímuball akademíunnar.

Heima

Ólöf í leiguherbergi sínu í Kaupmannahöfn.
Á borðinu liggur Kunstens Kald eftir Franz Werfel.
Á veggnum hallar Judít sér á afhoggið höfuð Hólofernesar.
Á veggnum hangir hattur frá Marokkó þar sem Ólöf ferðaðist á háskólaárum sínum.
Ólöf og Torkel.
Með félögum í Akademíunni. F.h. Hans Hansen, færeyskur málari, Lóla, Torkel, óþekktur.

Egyptaland og Grikkland 1954

Ólöf nam í Egyptalandi á róstursömum tíma í sögu Egyptalands. Hinum spillta Farouk kóngi hafði verið steypt árið 1952 og Gamal Abdel Nasser hafði leitt þá byltingu. Árið sem Ólöf var í Egyptalandi var Nasser sýnt banatilræði af Bræðralagi Múslima en tilræðið treysti aðeins Nasser í valdastóli. Þá gekk Nasser milli bols og höfuðs á Bræðralaginu og steypti Mohamed Naguib úr forsetastóli. Með því hófst söguleg valdatíð Nassers. 

Á Nílarbökkum við Luxor, Egyptalandi, 1954.
„Þessi mynd minnir mig á húsið litla sem prófessor Wissa Wassef lánaði mér í Egyptalandi. Það var í Luxor, gömlu „Þebu“, við ósa Nílar – suður Eg.l. Þvílík sæla!“ Mögulega á Ólöf hér við þegar hún fór aftur til Egyptalands í nokkra mánuði árið 1965.
Fr. v. Vigdís Kristjánsdóttir, listvefari, óþekktur, Ólöf Pálsdóttir. Grikklandi, 1954.
Vigdís Kristjánsdóttir. Grikklandi.

Úrklippur úr dönskum og íslenskum blöðum og bókarkafli