Baráttan fyrir listinni og barneignir 1956-1970

Ólöf og Sigurður Bjarnason frá Vigur giftu sig í Kaupmannahöfn árið 1956. F. v. Þorbjög Bjarnadóttir, Páll Ólafsson, Ólöf, Sigurður, Þórunn Bjarnadóttir og Matthías Þórðarson.
Brúðarkjóllinn var sá sami og Hildur móðir Ólafar gifti sig í rúmlega fjörutíu árum áður.
Í baksýn er turn þar sem Ólöf leigði tvær efstu hæðirnar í áratugi í Kaupmannahöfn, nálægt Israels Plads á Rømersgade 19 (á horni Frederiksborggade.) Þar var a vísu ekkert rennandi vatn en Ólöf notaði turninn sem vinnustofu og höggmyndageymslu. Myndin er tekin ca. 1956.
Ólöf með Hildi móður sinni á Ítalíu um 1957.
Í Róm. Ólöf var þá í námi hjá myndhöggvaranum Pericle Fazzini.
Púað með forsetahjónum í Flórens, 1958. F.v. Dóra Þórhallsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson, Ólöf Pálsdóttir.
Með Sigurði við óþekkt tilefni.
Á norrænni ráðstefnu ca. 1960. Thor Vilhjálmsson sitjandi fremstur. Ólöf sitjandi í miðju. Sigurður standandi þriðji frá hægri.
Bak við Ólöfu, framan við málverkið er Teresia Guðmundsson veðurstofustjóri, kona Barða Guðmundssonar þjóðskjalavarðar. Valborg Snævarr lengst t.h. og Auður Auðuns á tali við hana. Fremstar eru tvær óþekktar konur.
Þingvöllum sumarið 1960.
Júlíana Sveinsdóttir listmálari í heimsókn hjá Ólöfu á Öldugötu 4, líklega 1962.
Ólöf með börnum sínum og Sigurðar, Ólafi Páli (f. 1960) og Hildi Helgu (f. 1956.) Ásvallagötu 54 ca. 1963.
Hildur og Páll með öllum afkvæmum sínum heima hjá Ólöfu að Öldugötu 4. F.v. Stefán tannlæknir, Ingibjörg listmálari, Þorbjörg myndhöggvari, Ólöf myndhöggvari og Jens mannfræðingur.
Hildur Stefánsdóttir lést um vorið 1970.
Ólöf með sínum nánustu vinkonum og skólasystrum í Verslunarskólanum. F.v. Friðrikka Kristín Benónýsdóttir, Ólöf, Elín Svafa Bjarnadóttir.
Vorið 1968 við hliðið sem klemmdi margan fingurinn en fáum tókst að finna, hvað þá opna, að Útsölum við Nesveg á Seltjarnarnesi. Ólöf og Sigurður keyptu Útsali árið 1964.
Listasýningasalurinn Den Frie á Österbro. Ólöf er auglýst þarna á plakatinu sem nýr meðlimur í listahópnum Lille Gruppe árið 1969.
Skopteikning sem birtist í Politiken 26. janúar 1969 í tengslum við sýninguna með Lille Gruppe í Den Frie.
Ólöf Pálsdóttir teiknuð af danska teiknaranum Otto C. fyrir dagblaðið Berlinske Tiderne árið 1969.
Árið 1969 ferðaðist Ólöf um Sovétríkin með Menningar og friðarsamtökum íslenskra kvenna. Hér eru þær í Jerevan í Armeníu.
Vekjaraklukkur verkalýðsins með öskubakka skoðaðar ásamt fulltrúa KGB (í köflóttu).