Halldór Laxness

Verkið vann Ólöf árið 1965 í vinnustofu á Vesturgötu að beiðni Ragnars Jónssonar í Smára, útgefanda Halldórs Laxness. Ragnar gaf Þjóðleikhúsinu bronsafsteypu af verkinu á sjötugs afmæli skáldsins. Portrettinu var stolið úr Kristalssal Þjóðleikhússins. Nokkru seinna mátti sjá verkið á ljósmyndum heima hjá þjófunum sem settar höfðu verið í framköllun hjá Hans Pedersen, en það mál var aldrei leitt til lykta, þó að um lögreglumál væri að ræða. Önnur bronsafsteypa er í eigu afkomenda Ólafar.

Eins og sjá má af skissum og uppstillingum hér að neðan þá stóð til að Ólöf gerði styttu af Halldóri í fullri líkamsstærð.

„Kem aftur á næstu mínutu. Halldór“