Ungdóms­verk

Í Færeyjum rétt eftir stríðið, með frumverk af Páli föður sínum og Páli Stefánssyni, barnungum bróðursyni sínum.
Páll Stefánsson.
Helga Illugadóttir 1865-1954.

Flóðhesturinn var að sögn Ólafar fyrsta höggmynd sem hún gerði. Hann er mótaður eftir fornegypskum flóðhesti sem er hýstur í Glyptótekinu í Kaupmannahöfn.

Fornegypskur köttur, einnig íbúi í Glyptótekinu.
Eftir stríð sótti Ólöf tíma hjá Olaf Stær Nielsen, myndhöggvara og keramiker.

Sólarunnandi.