Matthías Þórðarson frá Móum

1955. „Havforskeren“ kallaði Ólöf þetta portrett öðru nafni. Matthías Þórðarson frá Móum var rithöfundur, útgerðarmaður og ritstjóri tímaritsins Ægis. Hann skrifaði m. a. Síldarsögu Íslands. Matthías var löngum búsettur í Kaupmannahöfn þar sem styttan er að öllum líkindum mótuð.