Kristur á hrakhólum

Snemma á sjöunda áratugnum var Ólöfu falið að gera Kristsmyndir fyrir mismunandi staði í Skálholtskirkju. Hún vann í nokkur ár við að þróa hugmyndir og röð af frumdrögum að líkneskjum fyrir verkefnið. Ekki varð þó af lokaútfærslum þeirra hugmynda því klerkar klúðruðu verkefninu. Olli það listamanninum töluverðum vonbrigðum.

Til vinstri er yngri bróðir Ólafar, Jens Pálsson, prófessor í mannfræði (1926-2002).

Af þeim frumdrögum sem Ólöf vann fyrir Skálholtskirkju var hún ánægðust með þessa lágmynd og lét steypa hana í brons.