Snemma á sjöunda áratugnum var Ólöfu falið að gera Kristsmyndir fyrir mismunandi staði í Skálholtskirkju. Hún vann í nokkur ár við að þróa hugmyndir og röð af frumdrögum að líkneskjum fyrir verkefnið. Ekki varð þó af lokaútfærslum þeirra hugmynda því klerkar klúðruðu verkefninu. Olli það listamanninum töluverðum vonbrigðum.